Sérsveitin er stuðningsklúbbur Íslenska landsliðsins í handbolta.
Þessi sveit mun koma sjá og sigra á öllum heimaleikjum karla og kvenna, í blíðu og stríðu enda marg sannað að stuðningur skiptir miklu máli...!
Við ætlum að vera landi og þjóð til fyrirmyndar og hvetja liðin áfram með jákvæðum straumum og vona að það skili sér í meiri samheldni bæði í stúkunni og inná vellinum. Því að saman erum við sterkari.!
Við munum berja trommur, blása í lúðra, þenja raddböndin og flagga fánum á öllum landsleikjum. Sérsveitin mun reyna að fylgja landsliðum Íslands úti í heim og hjálpa þeim að komast á þann stall sem landsliðin okkar eiga vera, meðal þeirra bestu.
Já það er kominn tími á að standa við bakið á okkar frábæru handbolta landsliðum þar sem að framtíðin er virkilega björt. Mikið af mjög efnilegum einstaklingum eru að koma upp sem munu skemmta okkur í framtíðinni og við viljum gefa þeim alvöru bakland, kraftmikinn stuðning og geggjaðan heimavöll. Áfram Ísland.
Sjáumst á næsta leik. Sestu hjá okkur og vertu með.